Flotlína fyrir tvíhendur

0 reviews
0 out of 5

5.000 kr.

Framþung flotlína fyrir tvíhendur. Það er einkennandi fyrir línurnar okkar hvað lítið minni þær hafa og krullast því lítið. Löng og einstaklega meðfærileg lína.

Fáanleg í stærðum; #9, #10 og #11

Það hefur komið skemmtilega á óvart hvað hægt er að fá góðar flugulínur á sanngjörnu verði. Flugulínurnar okkar hafa nú náð talsverðri útbreiðslu og líkað vel. Best hefur okkur gengið með flotlínur, intermediate línur, sökkenda línur og hægsökkvandi línur fyrir einhendur. Allar eru línurnar framþungar og hafa sumir sagt að þær nálgist að vera skotlínur því svo auðvelt er að kasta með þeim.

Við val á flugulínu þarf að taka mið af stönginni sem notuð er en það er lykilatriði að stöng og lína passi saman. Stundum þarf að taka númeri ofar en segir til á stönginni.

Við bjóðum viðskiptavinum okkar að yfirfara línur á hjólum þeirra og skipta ef með þarf.