Archives

JOAKIM’S DAGUR Á KLAMBRATÚNI LAUGARDAGINN 6. MAÍ

JOAKIM’S DAGUR Á KLAMBRATÚNI LAUGARDAGINN 6 MAÍ 2017 Okkar árlegi vorhittingur verður á Klambratúninu  laugardaginn 6.maí milli kl.14 og 16. Nú endurtökum við leikinn frá fyrri árum og verðum með stangir, hjól og línur frá JOAKIM´S ehf á Klabratúniniu milli kl.14 og 16. Gestum og gangandi er boðið að prófa eða bara mæta með sína stöng og æfa nokkur köst. Verðum með Switch stangir, tvíhendur og einhendur með hjólum og línum sem hægt er að fá að prófa og kaupa á staðnum. Við bjóðum upp á létta hressingu.  Stefán Hjaltested og Júlíus Guðmundsson munu  leiðbeina þeim sem það vilja. Vonandi sjáum við sem flesta. JOAKIM´S ehf

RISE Fluguveiðihátíð

RISE Fluguveiðihátíð og Veiðivörusýning í Háskólabíói tókst mjög vel að mínu mati. Fjöldi gesta á kvikmyndasýningunni var milli 600 og 700 og aðrir gestir örugglega 200 eða fleiri. Það má því segja að nálægt 900 manns hafi lagt leið sína í Háskólabíó þann 26.mars. Við hjá JOAKIM´S ehf erum mjög sáttir við okkar hlut í þessu og fengum margar heimsóknir á básinn okkar. Margir komu til að hrósa stöngum sem þeir eiga og höfðu notað með góðum árangri í mörg ár. Aðrir voru að skoða stangir, hjól, línur og fleira. Við lítum björtum augum til vorsins og erum vissir um að viðskiptavinum okkar mun fjölga talsvert á næstunni. Við þökkum góðar viðtökur. Jón Viðar og Júlli.