Um okkur

Smá um okkur

Við byrjuðum  snemma árs 2001 að leita að framleiðanda sem gæti framleitt góða flugustöng á viðráðanlegu verði. Auðvitað kostar allt sitt í hönnun, framleiðslu og markðssetningu. En að ein flugustöng þurfi endilega að kosta 50 – 60.000,- krónur og stundum meira fannst okkur of mikið. Árið 2001 fundum við verksmiðjuna sem var tilbúin að framleiða stöng eftir okkar uppskrift. Við hönnunina var hugsað til þess að stöngin hentaði sem flestum bæði byrjendum sem lengra komnum. Þetta var auðvitað mikil bjartsýni , en við reyndum samt að sameina alla þá kosti sem við vissum um í eina stöng. Fyrstu prufustangirnar frá þessum framleiðanda fengum við í maí 2002 og fleiri síðar. Að lokum sættumst við á að hafa framleitt stöng sem stæði undir væntingum. Að þessum tilraunum okkar komu margir veiðimenn sem hver og einn hafði sitt álit á því hvernig flugustöng ætti að vera. Hæg, meðal hröð eða hröð. Einnig hvort toppurinn ætti að vera stífur eða mjúkur og allt þarna á milli.

Nú næstum 14 árum seinna hafa JOAKIM´S flugustangir sannað sig á markaðnum og eru til í nokkrum útfærslum. Margir vilja hraðar stangir en aðrir vilja hafa þær hægar og svo einhverjir eitthvað þar á milli. Við teljum okkur geta uppfyllt óskir flestra um góða flugustöng á viðráðanlegu verði en það var hinn upphaflegi tilgangur okkar og viljum við standa okkur í því.Við hófum svo leit að fluguhjólum, línum og öðru sem þarf til fluguveiða og núna eigum við nánast allt sem þarf. Þeir eru fjölmargir veiðimennirnir sem nota eingöngu Joakim´s flugustangir, hjól og línur og hafa sparað talverðar upphæðir. Það má því segja að Joakim´s veiðivörurnar séu í uppáhaldi hjá hagsýnum veiðimönnum.

Enn má hafa samband í síma 698 4651 til að fá vörur eða senda póst á joakims@simnet.is. Hlakka til að heyra frá ykkur.

Sala og upplýsingar. joakims@simnet.is

Sími: 698-4651

Jón V.Óskarsson